Lífið

Húsráð: Svona losnar þú við móðuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þessari mynd af RAX á upplýsingafundi Almannavarna. Enginn móða til staðar. 
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þessari mynd af RAX á upplýsingafundi Almannavarna. Enginn móða til staðar.  vísir/vilhelm

Grímunotkun er sannarlega að færast í aukana hér á landi og hefur verið mikil um heim allan síðustu mánuði.

Margir hafa upplifað ákveðið vandamál þegar kemur að gleraugna- og grímunotkun. Því oft myndast mikil móða á gleraugunum þegar gríman er sett upp.

Ein leið til að losna við móðuna er að festa grímuna á sig í kross á eyrunum. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Þar smá sjá verðlaunaljósmyndararann Ragnar Axelsson, RAX, munda vélina einmitt með grímuna festa á sig með þessari aðferð. Þetta kemur í veg fyrir að það komi móða á gleraugun og á myndavélinni. Gott húsráð á tímum eins og þessum.

Á vefsíðunni The Conversation er búið að safna saman þrettán ráðum við grímunotkun og þar er einnig farið yfir þetta algenga móðuvandamál ásamt lausnum við öðrum vandamálum tengdum grímum. 

Til að mynda virkar einnig að þvo gleraugun með sápu og vatni og þá ætti enginn móða að myndast eins og sést hér á þessu myndbandi.

Einnig má bera raksápu á glerið að innanverðu og strjúka síðan sápuna af með klúti. Það ætti að koma í veg fyrir móðu.

Sumir ganga svo langt að festa límband á grímuna að ofan til að það myndist ekki móða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×