Hefur skráð sig í Samfylkinguna til að styðja varaformanninn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 09:03 Sóley Tómasdóttir sat í borgarstjórn fyrir Vinstri græna á árunum 2006 til 2016. Aðsend Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48