Minnkandi fylgi VG dregur stjórnarflokkana niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 07:08 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist með minna en tíu prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttblaðsins. Vísir/Vilhelm Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira