Minnkandi fylgi VG dregur stjórnarflokkana niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 07:08 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist með minna en tíu prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttblaðsins. Vísir/Vilhelm Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira