Lífið

Ofvirkni Simma Vill á Instagram til umræðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simmi alltaf virkur á Instagram. 
Simmi alltaf virkur á Instagram. 

Í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 á laugardagskvöldið mættust Selfoss og ÍR. Í liði Selfoss voru þau Ingólfur Þórarinsson og Dagný Brynjarsdóttir en þau Sverrir Þór Sverrisson og Viktoría Hermannsdóttir kepptu fyrir hönd Breiðholtsliðsins.

Ein spurning vakti nokkra athygli og hljóðar hún svona:

„Áhrifavaldar eru misduglegir á Instagram en sá öflugasti um þessar mundir er tvímælalaust Sigmar Vilhjálmsson. Hann hefur verið duglegur við það að gera löng story.“

Spurt var hversu löng umrædd saga Sigmars var í rauninni. Liðið sem væri nær fengi rétt.

Sveppi er góður vinur Simma og talaði hann um að hann væri alltof langorður á Instagram.

Hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum.

Hér má sjá umræðuna halda áfram eftir auglýsingar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.