Lífið

Eina hjóla­bretta­skálin á Ís­landi að verða að veru­leika

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefnt er að því að hjólabrettaskálin opni í næsta mánuði.
Stefnt er að því að hjólabrettaskálin opni í næsta mánuði. Vísir/Tryggvi

Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt.

Fyrr á árinu opnaði brettakappinn Eiki Helgason innanhúshjólabrettavöll á Akureyri. Á næstu vikum tvöfaldast aðstaðan þegar skálin verður opnuð.

„Það var ein í Reykjavík í gamla daga og búið að vera mikill söknuður eftir að hún fór“, segir Eiki.

Aðeins sex ára aldurstakmark er á völlinn og hjólabrettaskálar á borð við þessa þykja hentum öllum getustigum.

„Það geta bara allir farið hring eftir hring og þú þarft ekkert að kunna nema bara renna þér, það hentar öllum, bæði nýjum og lengra komnum,“ segir Eiki

Eiki hefur að mestu fjármagnað smíðina sjálfur en það hjálpaði mikið til þegar Reykjavíkurborg fékk hann til að smíða útivöll í borginni í sumar.

„Allur ágóðinn að því fór í að geta byrjað á skálinni sem var bara þvílíka reddingin.“

Þannig að Reykjavíkurborg fjármagnaði þennan völl hérna á Akureyri?

„Já, það má segja það.“

Eiki hefur ásamt góðum vinum, sjálfur séð um smíðina, en eftir eitt ár sér hann nú loksins fyrir endann á framkvæmdum.

„Við erum búnir að vera hérna að smíða og brasa alla daga síðan, þannig að jú, það verðir mjög ljúft að fara að geta hætt að smíða og njóta núna.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.