Lífið

Bubbi grét þegar hann fékk heyrnartæki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi og Hrafnhildur eiginkona hans á góðri stundu í Kjósinni. Það var einmitt hún sem fékk hann til að ganga um með heyrnartæki.
Bubbi og Hrafnhildur eiginkona hans á góðri stundu í Kjósinni. Það var einmitt hún sem fékk hann til að ganga um með heyrnartæki.

Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi meðal annars um tímabilið þegar Bubbi fékk loksins heyrnartæki eftir áratugi af skertri heyrn.

„Ég er búinn að vera heyrnaskertur frá barnæsku og ég var alltaf í afneitun. Mér fannst ekki töff að vera með heyrnartæki. En svo kynnist ég Hrafnhildi og hún vildi að ég fengi mér heyrnartæki þegar við byrjuðum að búa saman í Kjósinni,“ segi Bubbi í þættinum.

„Svo þegar ég labbaði út með heyrnartækin, þá fékk ég tár í augun. Þetta var rosaleg bylting, ég greindi muninn á Maríuerluþresti og mávunum og fílnum í fjallinu og hunangsflugurnar og raddir barna minna. Þetta var stórkostleg breyting. Það minnkaði allt í einu allur hávaði á heimilinu af því að ég var alltaf með allt í botni. En heyrnarskaði minn er þannig að ég mun enda heyrnarlaus, en ferlið er hægt og ég tek því af æðruleysi. Ég er með hælinn í sverðinum að renna mjög hægt niður.”Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.