Lífið

Rúmlega sextíu milljarða villa í Hong Kong sem enginn vill kaupa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið þykir allt of dýrt en lítið hefur verið gert fyrir það í 30 ár. 
Húsið þykir allt of dýrt en lítið hefur verið gert fyrir það í 30 ár. 

Dýrasti húsið í Hong Kong stendur á hæðinni Victoria Peak í borginni og er það dýrasta fasteignasvæði heims.

Húsið hefur verið sett á sölu og er ásett verð 446 milljónir dollara eða því sem samsvarar um 62 milljarða.

Illa gengur að selja eignina sem þykir alls ekki sextíu milljarða króna virði. Fyrir sama pening væri hægt að fjárfesta í mörgum svipuðum húsum vísvegar um heiminn, en það er staðsetningin sem kostar í þessu tilfelli.

Húsið var byggt árið 1991 en fór á sölu árið 2018. Núverandi eigandi fjárfesti í eigninni árið 2004 og greiddi þá aðeins 18 milljónir dollara fyrir húsið eða því sem samsvarar 2,5 milljarða íslenskra króna.

En í dag er ásett verð miklu meira og er það vegna þess að á þessum sextán árum hefur hverfið orðið það vinsælasta í Asíu.

Húsið er 1500 fermetrar að stærð og er útsýnið yfir Hong Kong borg stórkostlegt.

Dýrasta húsið sem keypt hefur verið á hæðinni kostaði 360 milljónir dollara eða um fimmtíu milljarða.

Fjallað er um eignina á YouTube-síðunni The Richest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×