Innlent

Sjálfstæðismenn með flesta fulltrúa í nýju sveitarfélagi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í október í fyrra og samþykktu íbúar sameininguna með afgerandi hætti. Þessi mynd er frá Seyðisfirði.
Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í október í fyrra og samþykktu íbúar sameininguna með afgerandi hætti. Þessi mynd er frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn og Austurlistinn fá flesta bæjarstjórnarfulltrúa eftir að kosið var í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í gær.  Úrslitin voru tilkynnt skömmu eftir miðnætti í nótt en alls greiddu 2.233 atkvæði af 3.518 á kjörskrá, kjörsókn var því 63,5 prósent.

Í frétt Austurfréttar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið 29 prósent atkvæða og fjóra fulltrúa. Austurlistinn fékk 27 prósent og þrjá fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fékk 19 prósent og tvo fulltrúa. Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk þrettán prósent og einn fulltrúa og Miðflokkurinn fékk ellefu prósent og einn fulltrúa.

53 kjörseðlar voru auðir og sjö ógildir.

Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað tveggja flokka sveitarstjórn með annaðhvort Austurlistanum eða Framsóknarflokknum.

Í samtali við Austurfrétt segir Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að viðræður muni hefjast í dag. Engin ákvörðun hafi verið tekin um samstarf.

Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í október í fyrra og samþykktu íbúar sameininguna með afgerandi hætti. Sveitarstjórnarkosningunum var þó frestað í vor.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.