Leicester skoraði fjögur en Var­dy komst ekki á blað

Leikmenn Leicester fagna marki Justin í kvöld.
Leikmenn Leicester fagna marki Justin í kvöld. vísir/getty

Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í enska boltanum. Þeir unnu 4-2 sigur á Burnley á heimavelli í kvöld.

Burnley komst yfir á tíundu mínútu með marki Chris Wood en tíu mínútum síðar jafnaði Harvey Barnes metin og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Erik Pieters sem kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik fyrir Burnley gerði sjálfsmark á 51. mínútu og Justin James skoraði þriðja mark Leicester á 61. mínútu.

Jimmy Dunne minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu en sex mínútum síðar gerði Dennis Praet út um leikinn. Lokatölur 4-2.

Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Burnley er án stiga. Þetta var þeirra fyrsti leikur í ár en Jóhann Berg Guðmundsson er á meiðslalistanum hjá Burnley.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira