Sport

Dag­­­skráin: Reykja­víkurs­lagur, opna banda­ríska meistara­mótið í golfi og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld.
Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld. vísir/vilhelm

Að venju er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag, föstudag. Við sýnum leiki úr Olís-deild karla og kvenna, við höldum áfram að sýna frá Vodafone-deildinni í CS:GO, svo er leikur í ensku-B deildinni fyrir fótboltaþyrsta að ógleymdu opna bandaríska meistaramótinu í golfi.

Klukkan 17:30 sýnum við leik Vals og ÍR í Olís-deild karla beint á Stöð 2 Sport. Valur vann þriggja marka sigur á FH í 1. umferð deildarinnar á meðan ÍR tapaði með sjö mörkum gegn ÍBV. Það verður því við ramman reip að draga hjá ÍR-ingum í kvöld.

Klukkan 20:05 er svo komið að stórleik Reykjavíkurstórveldanna Vals og Fram í Olís deild kvenna. Nær öruggt er að liðin muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn en á meðan Fram átti í vandræðum með HK í fyrsta leik þá völtuðu Valsstúlkur yfir Hauka á heimavelli sínum.

Stöð 2 Sport 2

Stórleikur Coventry City og Queens Park Rangers er á dagskrá klukkan 18.45 í kvöld. Nýliðar Coventry töpuðu naumlega fyrir Bristol City í fyrstu umferð og vert er að fylgjast með hinum magnaða Matty Godden sem leikur í fremstu víglínu þeirra Coventry-manna.

QPR vann á sama tíma Nottingham Forest og vilja eflaust hefja tímabilið á tveimru sigrum í röð.

Stöð 2 e-Sport

Við höldum áfram að sýna frá Vodafone-deildinni í CS:GO. Leikir kvöldsins eru Þór - KR, Dusty - XY, Exile - Fylkir.

Golfstöðin

Við sýnum beint frá US Open í allt kvöld. Útsendingin hefst klukkan 16:00 og lýkur klukkan 23:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×