Lífið

Ólafur og Kristrún Heiða nýtt par

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur og Kristrún starfa bæði í ráðuneyti.
Ólafur og Kristrún starfa bæði í ráðuneyti.

Ólafur Teitur Guðnason og Kristrún Heiða Hauksdóttir eru nýtt par. Þau greindu frá því í stöðufærslu á Facebook í gær.

Kristrún er upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún starfaði áður sem kynningar og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.

Ólafur Teitur er aðstoðarmaður Þordísar Kolbrúnar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ólafur starfaði áður sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík. 

Þar áður var hann fréttamaður, fyrst hjá RÚV, þá DV og loks Viðskiptablaðinu, og síðar fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×