Innlent

Bein út­sending: Ung­menna­ráð­stefna UMFÍ – Lýð­ræðis­leg á­hrif

Atli Ísleifsson skrifar
119459965_2391830041123360_7793041192317806427_n

Ráðstefna UMFÍ og Ungmennaráð UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði , fer fram í Hörpu í dag. Yfirskrift ungmennaráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?

Ráðstefnan hófst í morgun með setningu Guðna Th. Jóhannessonar forseta en hægt verður að fylgljast með umræðum hér á Vísi í spilaranum að neðan, en áætlað er að þær hefjist klukkan 14:45. Munu þar þingmenn, ráðherrar og borgarfulltrúar taka þátt.

Í tilkynningu segir að ráðstefnan sé samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára.

„Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa okkur, ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í okkar nær samfélagi.“

Dagskrá: Kl. 14:45 – 15:45 fer fram pallborðumræða við ráðamenn.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrr um daginn verða þátttakendur búnir að undirbúa spurningar til ráðamanna tengdar yfirskrift ráðstefnunnar. Fulltrúi Ungmennaráðs UMFÍ stýrir umræðunum.

Þeir ráðamenn sem hafa boðað komu sína eru:

  • Andrés Ingi Jónsson, þingmaður.
  • Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og talsmaður barna á alþingi.
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
  • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
  • Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna.
  • Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×