Lífið

Rúrik gefur út sitt fyrsta lag og myndband á næstunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik þykir góður söngvari.
Rúrik þykir góður söngvari.

Knattspyrnumaðurinn, athafnamaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason mun á næstunni senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband.

Rúrik var staddur í Hörpunni um helgina þar sem myndband við lagið var tekið upp. Ef marka má Instagram-reikning Rúriks vinnur hann lagið meðal annars með Doctor Victor sem gaf út lagið Sumargleðin á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Rúrik verið í söngtímum hjá Svölu Björgvinsdóttur. Halldór Gunnar og félagar í Albatross hafa einnig komið að laginu með Rúrik.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.