„Held alltaf í vonina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 10:30 Alexandra Eir hefur náð góðum tökum á golfinu með því að nota aðeins vinstri höndina. Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“ Ísland í dag Golf Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“
Ísland í dag Golf Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira