Innlent

Engin ný smit á Vestfjörðum síðan fyrir helgi

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. 
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.  Vísir/Vilhelm

Fjórir eru smitaðir af COVID-19 á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Þrír eru smitaðir eftir innanlandssmit, þar af greindust tveir í sóttkví. Eitt smit sem tilkynnt var um í síðustu viku reyndist gamalt og ekki smitandi. Sá einstaklingur er laus úr einangrun og allir sem fóru í sóttkví í tengslum við það einnig lausir. 

Þá kom einn smitaður frá útlöndum fyrir tveimur vikum og greindist í landamæraskimun. Samtals eru 14 í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×