Innlent

Björguðu manni úr sjónum í Reykjavíkurhöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn datt í sjóinn í Reykjavíkurhöfn.
Maðurinn datt í sjóinn í Reykjavíkurhöfn. Vísir/vilhelm

Fjölmennt lið viðbragðsaðila var kallað út að höfninni í miðbæ Reykjavíkur, skammt frá Hörpu, um tíuleytið í kvöld vegna manns sem dottið hafði í sjóinn. Manninum var bjargað upp úr höfninni um fimmtán mínútum eftir að útkallið barst, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Hlynur Höskuldsson varðstjóri segir í samtali við Vísi að fyrsta útkall hafi hljóðað upp á einstakling sem dottið hefði í sjóinn og væri meðvitundarlaus. Atvikið reyndist þó ekki jafnalvarlegt og talið var í fyrstu. Hlynur hafði ekki upplýsingar um líðan mannsins nú en hann hafi þó verið með meðvitund þegar honum var komið upp í sjúkrabíl.

Slökkvibíll, körfubíll, kafarabíll og fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang þegar útkallið barst. Hlynur gerir þannig ráð fyrir að allt að tólf manna lið viðbragðsaðila hafi farið á staðinn. Ekki fengust upplýsingar um það hvernig slysið bar að eða hvort maðurinn hafi verið einn á ferð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×