Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2020 19:00 Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00