Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2020 19:00 Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00