Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 21:47 Reiknað er með allt að 4.500 íbúum í Urriðaholti í Garðabæ þegar hverfið verður fullbyggt. Strætósamgöngur þar verða sambærilegar við Álftanes, Kjalarnes og Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22. Strætó Garðabær Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22.
Strætó Garðabær Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira