Feðgar syntu í Brimkatli, annar í jakkafötum og hinn í sundskýlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2020 13:40 Feðgarnir Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Árnason úr Hafnarfirði, sem skelltu sér nýlega til sunds í Brimkatli á Reykjanesi. Guðmundur var í sundskýlunni sinni en Gunnar synti í jakkafötum og skóm. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira