Sport

Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna, fjórir leikir í Pepsi Max og nóg af golfi

Ísak Hallmundarson skrifar
Sara Björk í undanúrslitaleiknum á móti PSG.
Sara Björk í undanúrslitaleiknum á móti PSG. getty/ Alvaro Barrientos

Það er sannkölluð veisla framundan á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Wolfsburg og Lyon mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sara Björk Gunnarsdóttir gekk einmitt til liðs við Lyon frá Wolfsburg í sumar og mun því mæta sínu gamla liði í kvöld, þegar hún á möguleika á að vinna sinn fyrsta Meistaradeildartitil. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 17:55 á Stöð 2 Sport 2 en upphitun hefst kl. 17:30. Meistaradeildarmörkin hefjast beint eftir leikinn á slaginu 20:00.

Fjórir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla. KA og Stjarnan mætast á Greifavellinum á Akureyri og hefst bein útsending frá leiknum kl. 13:50. Klukkan 16:30 hefst síðan bein útsending frá leik KR og ÍA og síðan kl. 19:00 byrjar bein útsending frá leik Vals og HK. Allir þessir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport.

Grótta og Fylkir mætast svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 19:05.

Pepsi Max Tilþrifin með Kjartani Atla Kjartanssyni eru á sínum stað á Stöð 2 Sport kl. 21:15 þar sem allir leikir dagsins eru gerðir upp af Kjartani og sérfræðingi Stöðvar 2 Sports.

Fyrir golfáhugafólk er nóg á boðstólnum á Stöð 2 Golf. Lokahringur BMW Championship á PGA mótaröðinni hefst kl. 17:00, auk þess sem sýnt er frá Evrópumótaröðinni frá kl. 11:30 og þá er LPGA mótaröðin sýnd á Stöð 2 Esport kl. 20:00.

Allar beinar útsendingar dagsins má skoða nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×