Sakar ríkislögreglustjóra um að „skipta um hest í miðri á“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 14:11 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“ Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“
Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12
Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57
Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40