Íslandsmetaárið mikla hjá Hilmari og Vigdísi varð enn glæsilegra í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa sett samtals átta Íslandsmet í sleggjukasti á árinu 2020. Mynd/FRÍ FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það. Frjálsar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira