Innlent

Tónleikar alla daga í fjárhúsinu í sauðburði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kindurnar og lömbin á bænum Vestur - Meðalholti í Flóahreppi njóta ákveðinna fríðinda því þær fá tónleika á hverjum degi í sauðburðinum. Þá vekur eitt lamb í fjárhúsinu sérstaka athygli fyrir fallega litasamsetningu.

 

Magnús Erlendsson og María Weiss eru kúa og sauðfjárbændur á bænum en sauðburður stendur þar yfir. Nýlega komi í heiminn hjá þeim mjög falleg gimbur með allskonar liti.

 

„Þetta eru margir litir, hvítar lappir og svartir leggir, brún kápa og hvít króna,“ segir Magnús Erlendsson, bóndi.

 

Lambið hefur fengið Embla en það er tvílembingur. Hún fær örugglega að lifa.

 

Það er dekrað við kindurnar og lömbin á bænum því María Weiss sem er fiðluleikari spilar í fjárhúsinu á hverjum degi.

 

Embla er með nokkra liti og mjög fallegt lamb, sem verður framtíðarkind á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
„Á þessum tíma er maður mikið í fjárhúsinu, frá sex á morgnanna og fram að miðnætti, þá fær fiðlan að vera með. Kindunum og lömbunum líkar tónlistin vel, ærnar mjólka allavega vel“, segir María og hlær. Þá segir hún mjög gaman að eiga fallegt lamb eins og Emblu með alla þessa liti.

 

En eiga kindurnar og lömbin eitthvað uppáhalds lag hjá Maríu þegar hún og Magnús eru í fjárhúsinu með þeim?

 

„Já, ég held að það sé Sprengisandur, það er frekar vinsælt hjá þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×