Tónlist

Bryggjuball Bylgjunnar og Stöðvar 2

Tinni Sveinsson skrifar
Bryggjuball Bylgjunnar og Stöðvar 2.
Bryggjuball Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Bryggjuball Bylgjunnar og Stöðvar 2 á Barion Bryggjunni Grandagarði verður í opinni dagskrá og beinni útsendingu í kvöld frá klukkan 19:40 og stendur yfir í um tvo tíma.

Hundrað gestir verða á bryggjunni en sviðið er skipið Gullborg sem stendur við bryggjuna.

Á skipinu verða Aldamótatónleikarnir, hljómsveit undir stjórn Vignis Snæs með frábærum söngvurum.

Söngvararnir sem koma fram eru Jónsi, Valur og Íris, Hreimur, Gunni Óla, Birgitta Haukdal og Ragnhildur Gísladóttir.

Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Bryggjuball


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.