Sport

Ásdís önnur á fyrsta móti ársins: Ég átti mjög löng köst í upphitun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud lenti í öðru sæti á fyrsta spjótkastmóti sínu á árinu 2020 en hún er að reyna að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Ásdís kastaði lengst 57,52 metra en lágmarkið inn á Ólympíuleikana í ár er 64 metrar. Ásdís hefur verið með á síðustu þremur leikjum í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016.

„Ég varð í öðru sæti. Annu Rani frá Indlandi vann með 61,15 metra. Þetta er ágætis byrjun en ég á helling inni. Ég var ekki að hitta á það og aðeins of áköf í að kasta eða ekki að ná að slappað nógu vel af. Ég átti mjög löng köst í upphitun svo ég hlakka til að keppa á Vetrarkastmótinu um þarnæsta helgi“ sagði Ásdís við Klefann eftir mótið.

Næsta mót hjá Ásdísi átti að vera Vetrarkastmótið 21-22. mars í Portúgal, en því móti hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×