Sport

Ásdís önnur á fyrsta móti ársins: Ég átti mjög löng köst í upphitun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud lenti í öðru sæti á fyrsta spjótkastmóti sínu á árinu 2020 en hún er að reyna að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Ásdís kastaði lengst 57,52 metra en lágmarkið inn á Ólympíuleikana í ár er 64 metrar. Ásdís hefur verið með á síðustu þremur leikjum í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016.

„Ég varð í öðru sæti. Annu Rani frá Indlandi vann með 61,15 metra. Þetta er ágætis byrjun en ég á helling inni. Ég var ekki að hitta á það og aðeins of áköf í að kasta eða ekki að ná að slappað nógu vel af. Ég átti mjög löng köst í upphitun svo ég hlakka til að keppa á Vetrarkastmótinu um þarnæsta helgi“ sagði Ásdís við Klefann eftir mótið.

Næsta mót hjá Ásdísi átti að vera Vetrarkastmótið 21-22. mars í Portúgal, en því móti hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.