Lífið

Sóli fær góða aðstoð við að endurgera Kastljósviðtal Einars við Ingu Sæland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Þorsteinsson tók viðtal við Ingu Sæland á dögunum og vakti það töluverða athygli.
Einar Þorsteinsson tók viðtal við Ingu Sæland á dögunum og vakti það töluverða athygli. mynd/skjáskot rúv
„Það höfðu flestir skoðun á þessu viðtali og auðvitað engir tveir sammála,” segir Sóli Hólm um viðtal Einars Þorsteinssonar við Ingu Sæland í Kastljósi í síðustu viku. Viðtalið var mikið til umræðu á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem mörgum þótti Einar ganga full harkalega fram í viðtalinu við Ingu meðan öðrum þótti hann jafnvel fara um hana mjúkum höndum um hana.

Sóli ákvað að endurskapa þetta viðtal í þætti kvöldsins og fær dygga hjálp frá einum af betri leikurum þjóðarinnar. Innslög Sóla í þáttum hans og Gumma Ben hafa vakið mikla lukku í vetur.

„Ég hef mest gert grín að sjónvarpsfólki og þetta er vissulega innan þess ramma. Þetta er samt í fyrsta sinn sem málefni líðandi stundar eru tekin fyrir í þessum innslögum með einhverjum hætti, þó þetta innslag verði auðvitað tóm steypa eins og allt sem ég geri í þessum þætti,“ segir Sóli léttur.

Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld 19:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×