Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:47 Maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögu í landsrétti í gær. vísir/egill Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins.
Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira