Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 06:48 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30