Vill losna undan stjórn föður síns Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:51 Söngkonan Britney Spears var ein stærsta stjarna tónlistarheimsins í kringum aldamótin. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira