Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giroud nýtti tækifærið í byrjunarliði Chelsea vel.
Giroud nýtti tækifærið í byrjunarliði Chelsea vel. vísir/getty

Eftir fjóra leiki í röð án sigurs vann Chelsea Tottenham, 2-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fór því tómhentur af sínum gamla heimavelli. Hann gerði Chelsea þrisvar að Englandsmeisturum á sínum tíma.

Hans menn áttu ekki mikla möguleika í leiknum á Stamford Bridge í dag.

Olivier Giroud fékk tækifæri í byrjunarliði Chelsea og þakkaði traustið með marki á 15. mínútu.

Á 48. mínútu skoraði Marcos Alonso annað mark heimamanna með föstu skoti í fjærhornið.

Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, var heppinn að sleppa við rauða spjaldið þegar hann traðkaði á Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea.

Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antonio Rüdiger sjálfsmark og minnkaði muninn í 2-1. Nær komust gestirnir ekki og heimamenn fögnuðu langþráðum sigri.

Chelsea er nú með fjögurra stiga forskot á Tottenham í 4. sæti deildarinnar.

Chelsea vann báða deildarleikina gegn Spurs á þessu tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.