Innlent

Ólga á opin­berum vinnu­markaði og efna­hags­mál í Víg­línunni

Atli Ísleifsson skrifar

Það er óhætt að segja aðólga ríki á hinum opinbera vinnumarkaði. Ótímabundið verkfall Eflingar í Reykjavík hefur nú staðið í viku og aðildarfélög BSRB hafa sömuleiðis boðað verkfallsaðgerðir.

Þeir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sem er stærsta aðildarfélag BSRB og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, verða gestir Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns íþjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 þar sem kjaramálin verða til umfjöllunar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður gestur þáttarins í síðari hlutanum en hún viðraði í vikunni hugmyndir sínar um tugmilljarða innspýtingu hins opinbera til að sporna við slaka í hagkerfinu.

Rætt verður við Lilju um stöðuna í efnahagsmálum, frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna, fjölmiðlafrumvarpið svokallaða og stöðuna hvað varðar gerð nýs þjónustusamnings við RÚV.

Fylgjast má með þættinum í opinni dagskrá á Stöð 2 eða í spilaranum að ofan. Útsending hefst klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.