Sport

Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann á verðlaunapallinum í nótt.
Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann á verðlaunapallinum í nótt. Mynd/Twitter/@wodapalooza

Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey.

Með þessu endaði glæsileg sigurganga Söru en hún hefur jafnframt aldrei náð að vinna Tiu-Clair Toomey í keppni. Góðu fréttirnar eru þær að Tia hefur aldrei þurft að hafa jafnmikið fyrir sigri á Söru.

Það munaði á endanum bara 38 stigum á þeim tveimur og Sara var síðan með 46 stiga forskot á þriðja sætið þar sem endaði Kari Pearce. Toomey hefur verið að vinna með yfirburðum upp á síðkastið og það verður því fróðlegt að sjá hvort Sara getur nálgast hana enn frekar áður en kemur að heimsleikunum í haust.

 
 
 
View this post on Instagram

Your 2020 Wodapalooza Elite Podium finishers! Head to our Facebook page to see all division podiums! Congrats!

A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on
Tia-Clair Toomey var aðeins sextán stigum á undan Söru fyrir lokadaginn en sýndi styrk sinn með því að vinna síðustu tvær greinarnar. Sara endaði í fjórða sæti í þeirri fyrri en í öðru sæti í lokagreininni.

Tiu-Clair Toomey náði að vinna fjórar greinar á mótinu en Sara vann eina. Sara varð aftur á móti þrisvar sinnum í öðru sæti.

Sara náði því inn á verðlaunapall Wodapalooza CrossFit mótinu annað árið í röð en um leið tókst henni að hækka sig um eitt sætið því hún varð þriðja í fyrra.

Níu efstu höfðu tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ágúst og því fór farseðillinn á þessu móti til hinnar kanadísku Emily Rolfe sem endaði í tíunda sæti. Þuríður Erla Helgadóttir náði fimmtánda sætinu en hún var tólf stigum frá fjórtánda sætinu.

Íslenska sveitin Team Suðurnes endaði í þrettánda sæti í Rx liðakeppninni.

Ingunn Lúðvíksdóttir náði fjórða sætinu í flokki 40 til 44 ára og var aðeins 28 stigum frá því að komast á pall.

Alma Hrönn Káradóttir endaði í 18. sæti í aldursflokki 35 til 39 ára og Rökkvi Guðnason varð níundi í flokki 13 til 15 ára pilta.


 
 
 
View this post on Instagram

WHAT A WEEKEND! Here is your final WZA 2020 Elite leaderboard! Congrats, athletes!

A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) onTengdar fréttir

Sara færðist niður í 2. sæti

Sara Sigmundsdóttir varð að horfa á eftir efsta sætinu á Wodapalooza Crossfit-mótinu í bili þegar hún varð í 10. sæti í fimmtu grein mótsins, Hákarlabeitunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.