Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um foreldra sem eru komnir í krappa stöðu gagnvart vinnuveitendum vegna verkfalls Eflingar. Fjarvera frá vinnu vegna röskunar á leikskólastarfi er farin að hafa áhrif á fjárhag heimila þeirra. Farið verður yfir áhrif ótímabundna verkfallsins, sem nú hefur staðið í rúma viku, í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við doktor í jarðeðlisfræði sem telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi og þá heimsækjum við Djúpavog, þar sem mikill viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á skömmum tíma.

Loks kynnum við okkur viðskiptahraðal fyrir matarvagna, en yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum ætla að reka matarvagna með mat frá heimalöndum sínum, á götum Reykjavíkur í sumar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×