„Stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2020 12:30 Veigar og Sirrý hafa gengið í gegnum margt saman. Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira