Menning

Ádeila gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setja upp sýninguna Inni í skógi, í Hofi. Mynd frá æfingu.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setja upp sýninguna Inni í skógi, í Hofi. Mynd frá æfingu. Mynd/LMA

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. 

„Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA.  

„Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins.

Frá æfingu Mynd/LMA
Frá æfingu Mynd/LMA
Frá æfingu Mynd/LMA
Frá æfingu. Mynd/LMA
Frá æfingu Mynd/LMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.