Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að uppúr slitnaði í viðræðum í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldra sem eru uggandi yfir stöðunni og segjast skilja illa hvað beri á milli samningsaðila.

Einnig verður haldið áfram að fjalla um kórónuveiruna. Mikill viðbúnaður er í heilbrigðiskerfinu öllu og standa yfir nokkrar sviðsmyndagreiningar sem fara eftir fjölda smitaðra. Landspítali hefur fengið samþykktar breytingar á bráðamóttökunni til að taka á móti fólki sem er mögulega með kórónuveiruna.

Í fréttatímanum verður fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar um heilsu ungmenna á Íslandi, til dæmis að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Einnig verður sagt frá nýju úrræði fyrir fólk með framheilaskaða.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×