Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 20:30 Pearson faðmar Troy Deeney, annan af markaskorurum Watford, eftir leik. Vísir/Getty Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45