Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 20:30 Pearson faðmar Troy Deeney, annan af markaskorurum Watford, eftir leik. Vísir/Getty Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45