Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 24. ágúst 2025 17:16 Úr leiknum í kvöld Vísir/Viktor Freyr FH og ÍBV mættust í Kaplakrika í kvöld þar sem boðið var upp á mikla dramatík og jöfnunarmark á elleftu stundu. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi framan af og leit allt út fyrir að honum myndi ljúka með markalausu jafntefli en Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV 0-1 yfir með fyrsta skoti Eyjamanna á rammann á 88. mínútu. Fjórum mínútum var bætt við og leikurinn að fjara út þegar heimamenn fengu aukaspyrnu með 95 mínútur á klukkunni. Kjartan Kári Halldórsson tók spyrnuna, sem virtist hafa viðkomu í varnarmanni og boltinn söng í netinu. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður sennilega að teljast sanngjarnt þrátt fyrir að Eyjamenn séu eflaust drullusvekktir með að hafa glutrað þessu frá sér í lokin. Leikurinn fór heldur hægt af stað og voru það heimamenn sem áttu upphafssparkið. Eyjamenn fengu fyrsta færið í þessum leik en Oliver Heiðarsson fékk þá boltann úti vinstra meginn og keyrði inn á teig í þröngu færi og þrumaði boltanum í nærstöngina. Það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleiknum en baráttan var einna helst á miðjunni. Fjögur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum, þrjú á heimamenn og eitt á gestina. Það er kannski það marktækasta sem gerðist í þessum fyrri hálfleik. Liðin fóru markalaus til búningsklefa í hálfleiknum í frekar tíðindarlitlum fyrri hálfleik. Arnar Breki Gunnarsson og Birkir Valur Jónsson í baráttunniVísir/Viktor Freyr Síðari hálfleikurinn hófst þar sem frá var horfið úr fyrri hálfleiknum. Mikill barningur á miðju en um leið og komið var á síðasta þriðjung hurfu öll gæði og ekkert gerðist. FH fékk aukaspyrnu á flottum stað eftir rúmlega klukkutíma leik sem Kjartan Kári Halldórsson tók og var skotið frábært en Marcel Zapytowksi í marki ÍBV varði það virkilega vel. Það var ekki margt sem benti til þess að það myndi koma mark í þessum leik en á 88. mínútu dró til tíðinda þegar Arnar Breki Gunnarsson fékk boltann úti vinstra meginn og kom með fastan bolta fyrir markið á Hermann Þór Ragnarsson sem skilaði boltanum framhjá markverði FH og setti sigurmarkið hér í kvöld. Í uppbótartíma fékk Tómas Orri Róbertsson sitt annað gula og þar með rautt spjald fyrir tuð í dómara. Á sjöttu mínútu uppbótartíma fékk FH aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan teig. Kjartan Kári Halldórsson steig þá upp og hamraði boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir FH. Eyjamenn tóku miðju og Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins flautaði leikinn af og jafntefli niðurstaðan 1-1. Atvik leiksins Ekki hægt að nefna neitt annað en aukaspyrnan hérna í lokin frá Kjartani Kára. Leikurinn undir og hann jafnar með frábæru skoti. Var búin að hóta því að skora úr aukaspyrnu fyrr í leiknum af svipuðum stað. Stjörnur og skúrkar Kjartan Kári Halldórsson bjargar stiginu fyrir FH í dag og er því bjargvættur dagsins. Marcel Zapytowski hélt Eyjamönnum inni í leiknum með flottum vörslum. DómararnirGunnar Oddur Hafliðason var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Birkir Sigurðarson og Eysteinn Hrafnkelsson.Jóhann Ingi Jónsson var fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ var Egill Már Markússon.Eyjamenn voru ósáttir með uppbótartíma og nokkur önnur atriði. Mögulega hefði einhverjir átt að fá sitt seinna gula en heilt yfir þá var þetta bara allt í lagi ekki gott.Stemingin og umgjörðÞað var ágætis mæting í Krikann í dag. Umgjörðin hjá FH er yfirleitt alltaf til fyrirmyndar og á því var enginn breyting í dag. Það voru grillmeistarar mættir á grillið og allt til alls hérna.ViðtölHeimir Guðjónsson þjálfari FHVísir/Viktor Freyr„Auðvitað hefði verið gott að fá sigur í dag og smá stöðugleika“FH jafnaði leikinn í dag með flautumarki frá Kjartani Kára Halldórssyni úr aukaspyrnu djúpt inn í uppbótartíma.„Við sýndum smá karakter í lokin og náðum að jafna þetta en vonbrigði að vinna ekki á heimavelli“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.„Fyrri hálfleikurinn svona fyrstu 30-35 mínúturnar voru vonbrigði, áhugaleysi og enginn grunnvinna til staðar og mér fannst þeir bara betri og svo komum við aðeins til þarna síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik“„Við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel en jöfnum og vorum sterkari aðilinn en þeir eru náttúrulega gott skyndisóknarlið og voru búnir að fá gott færi stuttu áður og skoruðu. Heilt yfir bara ekki nógu góður leikur hjá FH“FH eru í gríðarlegri baráttu um að vera í efri hlutanum og horfir verkefnið„Auðvitað hefði verið gott að fá sigur í dag og smá stöðugleika. Við erum að spila aftur næsta sunnudag við Aftureldingu úti. Við verðum að vera klárir í þann leik. Meira klárir en við vorum í þennan leik“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum.Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBVvísir / diego„Tökum í burtu þennan sorglega endi þá er þetta mjög gott stig fyrir ÍBV“„Þetta var bara síðasta spyrna leiksins sem að tryggði þeim eitt stig og við töpum tveimur stigum svo þetta verður ekki meira svekkjandi en við verðum bara að þyggja stigið. Við getum ekki breytt þessu“ sagði Þorlákur Árnason þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag.„Þetta var mjög lokaður leikur og þeir bökkuðu á okkur. Það voru lítil svæði til að spila í. Það breytti leikmyndinni fyrir okkur. Mjög lítið um opin færi í leiknum“„Mér fannst þeir betri svona fyrsta korterið í seinni hálfleik. Skiptingarnar hjá okkur gengu mjög vel upp og á endanum fannst mér við fá mjög góðar opnanir seinni hlutann í seinni hálfleik og hefðum alveg getað skorað fleirri mörk eða fyrr“Leikurinn bar þess merki að mikið væri í húfi en baráttan um að vera í efri hlutanum eða neðri hefur aldrei verið jafnari.„Já algjörlega. Við erum að koma hérna á heimavöll þar sem FH hafa verið mjög sterkir og ef við tökum í burtu þennan sorglega endi þá er þetta mjög gott stig fyrir ÍBV“ Besta deild karla FH ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn
FH og ÍBV mættust í Kaplakrika í kvöld þar sem boðið var upp á mikla dramatík og jöfnunarmark á elleftu stundu. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi framan af og leit allt út fyrir að honum myndi ljúka með markalausu jafntefli en Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV 0-1 yfir með fyrsta skoti Eyjamanna á rammann á 88. mínútu. Fjórum mínútum var bætt við og leikurinn að fjara út þegar heimamenn fengu aukaspyrnu með 95 mínútur á klukkunni. Kjartan Kári Halldórsson tók spyrnuna, sem virtist hafa viðkomu í varnarmanni og boltinn söng í netinu. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður sennilega að teljast sanngjarnt þrátt fyrir að Eyjamenn séu eflaust drullusvekktir með að hafa glutrað þessu frá sér í lokin. Leikurinn fór heldur hægt af stað og voru það heimamenn sem áttu upphafssparkið. Eyjamenn fengu fyrsta færið í þessum leik en Oliver Heiðarsson fékk þá boltann úti vinstra meginn og keyrði inn á teig í þröngu færi og þrumaði boltanum í nærstöngina. Það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleiknum en baráttan var einna helst á miðjunni. Fjögur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum, þrjú á heimamenn og eitt á gestina. Það er kannski það marktækasta sem gerðist í þessum fyrri hálfleik. Liðin fóru markalaus til búningsklefa í hálfleiknum í frekar tíðindarlitlum fyrri hálfleik. Arnar Breki Gunnarsson og Birkir Valur Jónsson í baráttunniVísir/Viktor Freyr Síðari hálfleikurinn hófst þar sem frá var horfið úr fyrri hálfleiknum. Mikill barningur á miðju en um leið og komið var á síðasta þriðjung hurfu öll gæði og ekkert gerðist. FH fékk aukaspyrnu á flottum stað eftir rúmlega klukkutíma leik sem Kjartan Kári Halldórsson tók og var skotið frábært en Marcel Zapytowksi í marki ÍBV varði það virkilega vel. Það var ekki margt sem benti til þess að það myndi koma mark í þessum leik en á 88. mínútu dró til tíðinda þegar Arnar Breki Gunnarsson fékk boltann úti vinstra meginn og kom með fastan bolta fyrir markið á Hermann Þór Ragnarsson sem skilaði boltanum framhjá markverði FH og setti sigurmarkið hér í kvöld. Í uppbótartíma fékk Tómas Orri Róbertsson sitt annað gula og þar með rautt spjald fyrir tuð í dómara. Á sjöttu mínútu uppbótartíma fékk FH aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan teig. Kjartan Kári Halldórsson steig þá upp og hamraði boltanum í netið og jafnaði leikinn fyrir FH. Eyjamenn tóku miðju og Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins flautaði leikinn af og jafntefli niðurstaðan 1-1. Atvik leiksins Ekki hægt að nefna neitt annað en aukaspyrnan hérna í lokin frá Kjartani Kára. Leikurinn undir og hann jafnar með frábæru skoti. Var búin að hóta því að skora úr aukaspyrnu fyrr í leiknum af svipuðum stað. Stjörnur og skúrkar Kjartan Kári Halldórsson bjargar stiginu fyrir FH í dag og er því bjargvættur dagsins. Marcel Zapytowski hélt Eyjamönnum inni í leiknum með flottum vörslum. DómararnirGunnar Oddur Hafliðason var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Birkir Sigurðarson og Eysteinn Hrafnkelsson.Jóhann Ingi Jónsson var fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ var Egill Már Markússon.Eyjamenn voru ósáttir með uppbótartíma og nokkur önnur atriði. Mögulega hefði einhverjir átt að fá sitt seinna gula en heilt yfir þá var þetta bara allt í lagi ekki gott.Stemingin og umgjörðÞað var ágætis mæting í Krikann í dag. Umgjörðin hjá FH er yfirleitt alltaf til fyrirmyndar og á því var enginn breyting í dag. Það voru grillmeistarar mættir á grillið og allt til alls hérna.ViðtölHeimir Guðjónsson þjálfari FHVísir/Viktor Freyr„Auðvitað hefði verið gott að fá sigur í dag og smá stöðugleika“FH jafnaði leikinn í dag með flautumarki frá Kjartani Kára Halldórssyni úr aukaspyrnu djúpt inn í uppbótartíma.„Við sýndum smá karakter í lokin og náðum að jafna þetta en vonbrigði að vinna ekki á heimavelli“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.„Fyrri hálfleikurinn svona fyrstu 30-35 mínúturnar voru vonbrigði, áhugaleysi og enginn grunnvinna til staðar og mér fannst þeir bara betri og svo komum við aðeins til þarna síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik“„Við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel en jöfnum og vorum sterkari aðilinn en þeir eru náttúrulega gott skyndisóknarlið og voru búnir að fá gott færi stuttu áður og skoruðu. Heilt yfir bara ekki nógu góður leikur hjá FH“FH eru í gríðarlegri baráttu um að vera í efri hlutanum og horfir verkefnið„Auðvitað hefði verið gott að fá sigur í dag og smá stöðugleika. Við erum að spila aftur næsta sunnudag við Aftureldingu úti. Við verðum að vera klárir í þann leik. Meira klárir en við vorum í þennan leik“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum.Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBVvísir / diego„Tökum í burtu þennan sorglega endi þá er þetta mjög gott stig fyrir ÍBV“„Þetta var bara síðasta spyrna leiksins sem að tryggði þeim eitt stig og við töpum tveimur stigum svo þetta verður ekki meira svekkjandi en við verðum bara að þyggja stigið. Við getum ekki breytt þessu“ sagði Þorlákur Árnason þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag.„Þetta var mjög lokaður leikur og þeir bökkuðu á okkur. Það voru lítil svæði til að spila í. Það breytti leikmyndinni fyrir okkur. Mjög lítið um opin færi í leiknum“„Mér fannst þeir betri svona fyrsta korterið í seinni hálfleik. Skiptingarnar hjá okkur gengu mjög vel upp og á endanum fannst mér við fá mjög góðar opnanir seinni hlutann í seinni hálfleik og hefðum alveg getað skorað fleirri mörk eða fyrr“Leikurinn bar þess merki að mikið væri í húfi en baráttan um að vera í efri hlutanum eða neðri hefur aldrei verið jafnari.„Já algjörlega. Við erum að koma hérna á heimavöll þar sem FH hafa verið mjög sterkir og ef við tökum í burtu þennan sorglega endi þá er þetta mjög gott stig fyrir ÍBV“