Lífið

Maya Rudolph og Kristen Wiig stálu senunni á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maya Rudolph og Kristen Wiig fóru á kostum á sviðinu.
Maya Rudolph og Kristen Wiig fóru á kostum á sviðinu.

Leikkonurnar Maya Rudolph og Kristen Wiig léku á als oddi þegar þær komu fram á Óskarnum í nótt til að veita verðlaun fyrir bestu leikmyndina í kvikmynd.Þegar þær stigu fyrst á sviðið töluðum leikkonurnar um að þær væru vægast sagt ósáttar. Ekki var ljóst yfir hverju þær væru reiðar en þær töluðu lengi og vel um það.Seinna kom í ljós, að þær voru bara að leika. Hvaða vettvangur væri betri fyrir áheyrnaprufu en að sviðinu á Óskarnum?Þar væri valdamesta fólk heims í bransanum að horfa á þær. Þarna sýndu þær bæði, grín, drama og reiði á sama tíma.

Klippa: Maya Rudolph og Kristen Wiig stálu senunni á Óskarnum

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.