Ætlar að fara í öll útibú á höfuðborgarsvæðinu til að fá myntinni skipt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 19:00 Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira