Lífið

Skreyta Hörpu með nafni Hildar

Eiður Þór Árnason skrifar
Flott sjónarspil á Hörpu í kvöld.
Flott sjónarspil á Hörpu í kvöld. Skjáskot

Tónlistarhúsið Harpa mun heiðra Hildi Guðnadóttur, tónskáld og fyrsta Óskarsverðlaunahafa Íslands með kveðju á glerhjúpi hússins í kvöld. Þessa stundina má sjá orðin „Til hamingju Hildur!“ lýsa upp Hörpuna að utan og getur fólk vænst þess að sjá hamingjuóskirnar fram til miðnættis.

Sjá einnig: Agndofa þegar allir stóðu upp

„Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að tónlistarhús íslensku þjóðarinnar fagnaði þessum verðskulduðu sigrum Hildar. Viðurkenningin sem hún hefur nú hlotið er mikið fagnaðarefni fyrir alla unnendur tónlistar og menningar og markar vatnaskil fyrir konur á þeim mikilvæga vettvangi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.

Gestir og gangandi í nágrenni Hörpu eru hvattir til að deila kveðjunni á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist

Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa.

Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun

Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×