Lífið

Hlustaðu á lagið sem nú þegar er spáð sigri í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diodato fer mikinn í myndbandinu og laginu.
Diodato fer mikinn í myndbandinu og laginu.

Veðbankar hafa oft og tíðum rétt fyrir sér þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara í Eurovision.

Keppnin fer fram dagana 12. , 14. og 16. Maí í Rotterdam í Hollandi. Fyrir rúmlega viku tilkynntu Ítalir um framlag sitt í keppnina og senda þeir söngvarann Diodato með lagið Fai Rumore í keppnina.

Ítalir höfnuðu í öðru sæti í Eurovision á síðasta ári þegar Mahmood flutti lagið Soldi og hefur það lag rækilega slegið í gegn síðan þá.

Veðbankar telja 9% líkur á því að Ítalir vinni keppnina í ár, þrátt fyrir að fjölmargar þjóðir eigi enn eftir að velja fulltrúa sinn fyrir keppnina í maí.

Hér að neðan má hlusta á hið sigurstranglega framlag Ítala í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.