Lífið

Stjörnurnar mættu á forsýningu Steinda Con

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir létu sjá sig.
Fjölmargir létu sjá sig. vísir/vilhelm

Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 annað kvöld og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.

Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.

Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.

Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon.

Í hádeginu í dag var sérstök forsýning á fyrsta þættinum í Laugarásbíó og mættu fjölmargir til að sjá útkomuna. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á svæðið og fangaði stemninguna eins og sjá má hér að neðan.

Steindi mætti að sjálfsögðu.Vísir/vilhelm
Fjölskylda Steinþórs var á svæðinu.Vísir/vilhelm
Jón Gunnar Geirdal lét sig ekki vanta.Vísir/vilhelm
Eva Georgsdóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.Vísir/vilhelm
Anna Snorradóttir og Kristín Ruth Jónsdóttir.Vísir/vilhelm
Leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson mætti ásamt eiginkonu sinni Júlíu Rós Júlíusdóttur.Vísir/vilhelm
Kristín og Auðunn Blöndal vinna bæði með Steinda.Vísir/vilhelm
Steindi bauð vinum og vandamönnum.Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Anna Svava mætti með drenginn.Vísir/vilhelm
Huginn er hér lengst til hægri en hann tók vini sína með sér.Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.