Sport

Í beinni í dag: Toppslagur á Spáni og barist um Meistaradeildarsæti á Ítalíu

Sindri Sverrisson skrifar
Lionel Messi og félagar eiga leik við Getafe í dag.
Lionel Messi og félagar eiga leik við Getafe í dag. vísir/epa

Það verður boðið upp á spænskan, ítalskan og enskan fótbolta, tvö golfmót og leik í Olís-deild kvenna í handbolta á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag.

Barcelona og Getafe, liðin í 2. og 3. sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, mætast um miðjan dag. Atalanta og Roma eigast einnig við í athyglisverðum slag á Ítalíu í kvöld en liðin sitja í 4. og 5. sæti og getur Roma með sigri komist upp að hlið Atalanta í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Bestu kylfingar heims halda áfram á Genesis-mótinu í Kaliforníu og Opna ástralska mótið fer í gang eftir miðnætti en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Í ensku B-deildinni mætast WBA og Nottingham Forest í hádeginu í hörkuleik en WBA er á góðri leið í átt að úrvalsdeildinni, með sex stiga forskot á toppnum, og Forest er í 5. sæti, átta stigum á eftir WBA.

Stjarnan og KA/Þór eigast svo við í 16. umferð Olís-deildar kvenna þar sem Akureyringar þurfa á stigum að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan er í 3. sæti með 17 stig en KA/Þór í 6. sæti með 12 stig.

Beinar útsendingar dagsins:
12.25 WBA - Nottingham Forest (Stöð 2 Sport)
14.55 Barcelona - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
15.45 Stjarnan - KA/Þór (Stöð 2 Sport)
18.00 Genesis boðsmótið (Stöð 2 Golf)
19.35 Atalanta - Roma (Stöð 2 Sport)
02.00 Opna ástralska mótið (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.