Lífið

Ó­borgan­leg dóm­gæsla Sóla Hólm í Allir geta dansað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Selma Björnsdóttir og Sóli Hólm, sá síðarnefndi í gervi Jóhanns Gunnars.
Selma Björnsdóttir og Sóli Hólm, sá síðarnefndi í gervi Jóhanns Gunnars. Skjáskot

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm brá sér í dómarasætið í Allir geta dansað í kvöld og hermdi listilega eftir Jóhanni Gunnari Arnarssyni, einum dómara þáttanna. Sá síðarnefndi var gestur í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben á Stöð 2 nú í kvöld, þar sem hið óborganlega eftirhermuatriði var sýnt.

Sóli er annáluð eftirherma og stillti sér upp í einkennisfatnaði Jóhanns við hlið meðdómara hans, þeim Selmu Björnsdóttur og Karen Reeve, og gaf dönsurum einkunn – með miklu offorsi.

Svo virtist sem Jóhann hafi skemmt sér konunglega yfir eftirhermu Sóla en atriðið í heild, og viðbrögð Jóhanns, má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sóli Hólm mjálmaði með Snorra Helga

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason var gestur hjá Gumma Ben og Sóla Hólm í jólaþætti Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þar flutti hann lagið Litla kisa af barnaplötu hans sem kom út í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.