Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist í óveðrinu í gær og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum í óveðrinu í gær. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar við Hvolsvöll.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið. Í fréttatímanum verður einnig rætt við íranska fjölskyldu sem vísa á úr landi á mánudag. Þetta eru hjón og einn sonur þeirra sem er trans strákur og hefur fest rætur hér á landi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálfsjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.