Lífið

Skiptar skoðanir um nýstárlegu útgáfu af Nínu í boði Flóna: „HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flóni á sviðinu.
Flóni á sviðinu.

Rapparinn Flóni steig á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld til þess að taka ábreiðu af Eurovision-laginu ástæla Draumur um  Nínu. Óhætt er að segja að upp til hópa hafi tístarar sem fylgdust með atriðinu ekki verið undirbúnir að heyra jafn nýstárlega útgáfu af laginu eins og raun bar vitni.

Draumur um Nínu, eða Nína, í daglegu tali, var framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar árið 1991 í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. Lagið hefur öðlast sérstakan sess í hjörtum landsmanna og hefur það verið sungið við ófá tilefni, enda viðlagið einstaklega grípandi.

Flóni steig á svið í Háskólabíói á meðan þjóðin kaus hvaða lög færu áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi. Líkt og sjá má hér fyrir neðan var útgáfu hans af laginu nær óþekkjanleg frá hinu upprunalega. Upprunalegu útgáfuna má heyra neðst í fréttinni.

Skiptar skoðanir voru um þessa útgáfu Flóna á laginu á Twitter, líkt og sjá má hér að neðan.

Margir voru þó hrifnari af þessari útgáfu


Tengdar fréttir

#12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter

Eins og venjulega er búist við því að Eurovision-áhugafólk varpi fram skoðunum sínum á frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina. Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður því að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan.

Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni

Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×