Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. febrúar 2020 20:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan.
Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira