Lífið

Átján fermetra íbúð með svefnplássi fyrir fimm og tíu geta komið í mat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ángel Rico gerði mjög vel.
Ángel Rico gerði mjög vel.

Innanhúshönnuðirinn Ángel Rico fékk það verkefni á dögunum að hanna átján fermetra íbúð í strandbænum Coma-Ruga sem er um sjötíu kílómetrum frá Barcelona.

Það má með sanni segja að hver sentímetri sé nýttur til hins ítrasta í eigninni en þar geta alls fimm einstaklingar gist og hægt er að halda matarboð fyrir tíu manns.

Hönnunin er í raun ótrúleg og náði Rico að koma fyrir hjónarúmi upp í loftið eignarinnar, þrátt fyrir að nokkuð lágt sé til lofts.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Kristen Dirksen um eignina á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.