Lífið

Bieber í þriðja sinn í Carpool Karaoke og nú fóru þeir í sjómann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórskemmtilegur rúntur.
Stórskemmtilegur rúntur.

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber mætti í þriðja sinn í dagskráliðinn Carpool Karaoke hjá James Corden í gær.

Saman fóru þeir á rúntinn um Los Angeles og sungu lög Bieber með miklum tilþrifum. Athygli vakti á síðasta ári þegar Justin Bieber skoraði á Tom Cruise í bardaga og kom Corden inn á það.

Hann sagði að Bieber ætti ekki séns í Cruise og þau orð fóru í taugarnar á söngvaranum. Því var tekin sú ákvörðun að Biber og Corden færu í sjómann og ekki var það jöfn viðureign.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Þegar Bieber mætti fyrst í Carpool Karaoke
Justin Bieber í Carpool Karaoke í annað skipti

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.