Lífið

Bieber í þriðja sinn í Carpool Karaoke og nú fóru þeir í sjómann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórskemmtilegur rúntur.
Stórskemmtilegur rúntur.

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber mætti í þriðja sinn í dagskráliðinn Carpool Karaoke hjá James Corden í gær.

Saman fóru þeir á rúntinn um Los Angeles og sungu lög Bieber með miklum tilþrifum. Athygli vakti á síðasta ári þegar Justin Bieber skoraði á Tom Cruise í bardaga og kom Corden inn á það.

Hann sagði að Bieber ætti ekki séns í Cruise og þau orð fóru í taugarnar á söngvaranum. Því var tekin sú ákvörðun að Biber og Corden færu í sjómann og ekki var það jöfn viðureign.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Þegar Bieber mætti fyrst í Carpool Karaoke

Justin Bieber í Carpool Karaoke í annað skiptiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.